Kákasus Rússland,
Flag of Russia


KÁKASUS
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Kákasus er fjallgarður í Georgíu, Armeníu, Azerbaijan og Suðvestur-Rússlandi, sem skilur að Asíu og Evrópu.  Hann er u.þ.b. 1200 km langur frá Apsheronskaga suðvestantil í Kaspíahafi að mynni Kubanárinnar við norðaustanvert Svartahaf.  Fjallgarðurinn skiptist í tvö meginhryggi og hinn nyrðri státar af nokkrum tindum, sem eru hærri en 4570 m.  Elbrus (5642m) er hæstur tinda Evrópu.  Meðal annarra hárra tinda Kákasus eru Dykh-Tau (5198m), Koshtan-Tau (5145m) og Kazbek (5047m).  Hæstu tindar vestari fjallgarðsins eru u.þ.b. 3660 m háir.  Jarðfræðilega tilheyrir þessi stóri fjallgarður kerfi fellingafjalla, sem teygist frá Suðaustur-Evrópu inn í Asíu.  Fjöllin eru úr graníti og stórkristölluðu bergi og nokkur eldfjöll og jöklar eru á víð og dreif.

Ris norðurfjallgarðsins hófst á júrassiktímanum.  Vesturfjöllin risu á tertíer.  Fáar leiðir eru færar yfir fjöllin.  Hin fjölfarnasta er herflutningaleið milli Vladikavkav í Rússlandi að norðanverðu og T’blisi í Georgíu að sunnanverðu.  Helztu verðmætu jarðefni fjallanna eru kol, kopar, blý, magnesíum og olía.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM