Rostov-na-Donu
er höfuðborg Rostovhéraðs í Suðvestur-Rússlandi. Borgin er við ána Don, 50 km frá ósunum við Azovhaf.
Borgin var stofnuð árið 1749 sem landamærastöðin Temernika,
þegar ármynnið var enn á valdi Tyrkja.
Siðar varð hún að líflegum verzlunarstað.
Á árunum 1761-63 var Dmitry-virkið byggt og byggðin þróaðist
í kringum það í grennd við armeníska þorpið Nakhichevan-na-Donu.
Vegna góðra hafnarskilyrða og hentugrar legu til flutninga óx
borgin og dafnaði, þegar Rússar innlimuðu Norður-Kákasussvæðið
og Transkákasus á 19. öld.
Borgin
gegnir enn þá sama hlutverki, því að siglingarleiðin um Don var stórbætt
með opnun Volga-Don-skurðarins 1952.
Leiðinni út í Azovhaf er haldið opinni með stöðugri dælingu.
Borgin er líka miðstöð samgangna með járnbrautum, um þjóðvegi
og um hana liggja gasleiðslur frá miðjum Evrópuhluta Rússlands til
Kákasussvæðisins.
Samgönguhlutverkið
og nálægar kolanámur í Donet leiddu til mikillar iðnvæðingar.
Borgin er stærsti framleiðandi landbúnaðarvéla í Rússlandi.
Auk þeirra eru framleiddar kúlu- og rúllulegur, raf- og
hitunartæki, kaplar, prammar, vegavinnutæki og vélbúnaður til iðnaðar.
Þarna er skipasmíðastöð og járnbrautarverkstæði auk
verksmiðja, sem framleiða neyzluvörur.
Háskóli borgarinnar var stofnaður árið 1917.
Ýmsar aðrar æðri menntastofnanir eru í borginni ásamt rannsóknarstofum.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var rúmlega 1 milljón.
ROSTOV-na-DONU
er ein af ellefu borgum í Rússlandi sem riðlakepni HM 2018.
mun fara fram
Ísland er
fámennasta landið í sögunni sem tryggir sér sæti á
lokamóti HM í knattspyrnu karla (2018)
eftir 2:0-sigur á Kósóvó á Laugardalsvelli
9. oktober 2017.
Strákarnir dvelja hótel Nadezhda í bænum Gelendzhik
við Svartahafið á
meðan HM stendur yfir. |