Irkutsk Rússland,
Flag of Russia


IRKUTSK
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

 

Irkutsk er höfuðborg Irkutskhéraðs í Miðaustur-Rússlandi.  Borgin stendur við Angaraána við ármót Irkutárinnar.  Saga hennar hófst sem vetrardvalarstaður landnema árið 1652 og þar var byggt virki árið 1661.  Hún varð snemma aðalmiðstöð Cisbaikalia og verzlunarleiðarinnar til Kína og Mongóliu.  Irkutsk fékk löggildingu 1686 og vegur hennar óx verulega við og eftir lagningu Síberíulestarinnar (Austurlandahraðlestarinnar) árið 1898.  Nútímaborgin er ein aðaliðnaðarborga Síberíu og er kunn fyrir þungaiðnað.  Viðhald járnbrautanna, skipa, flugvéla og annarra farartækja er mikilvæg atvinnugrein.

Smærri iðnfyrirtæki framleiða skjásteina og neyzluvörur. Orkuverið við Angaraána er innan borgarmarkanna.  Áin, sem liðast um borgina, ljær henni fallegan svip og enn þá standa mörg gömul timburhús við trjáprýdd stræti.  Háskóli borgarinnar var stofnaður 1918.  Meðal annarra æðri menntastofnana er Síberíska vísindaakademían.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1997 var 591 þúsund.
Mynd:  Ráðhúsið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM