Allt
stóð í járnum í fyrri heimsstyrjöldinni, þegar Lenín lagði til í
opnu bréfi til bænda og verkamanna 1919, að Rússland og Úkraína
byndust tryggðaböndum í ríkjasambandi.
Það varð úr síðla árs 1920.
Árið 1922 var svo gengið frá sambandssáttmála fjögurra lýðvelda,
Rússlands, Hvíta-Rússlands, Úkraínu og Kákasíska lýðveldisins,
sem í voru Armenía, Azerbajdzhan og Georgía.
Innlimunin var fullkomnuð. Í
síðari heimsstyrjöldinni varðist meira en ein milljón Úkraínumanna
með Þjóðverjum gegn kommúnistaherjum Stalíns.
Norrænum mönnum eru þessi
lönd ekki með öllu ókunnug. Herleiðangrar
þeirra á víkingatímanum lágu um þessar slóðir, þar sem þeir
stofnuðu ríkið Kænugarði (Kiev; Úkraína) og sumir gátu sér orðstír
sem lífverðir Konstantínópelkeisara.
Fyrrum Sovéltlýðveldin
eru eins mismunandi og þau eru mörg.
Íbúar hinna syðri bera svip af Austurlöndum og víðast aðhyllast
þeir íslam. Löndin eru
mismunandi gjöful og rík af verðmætum jarðefnum, þannig að afkoma fólks
er hvergi sambærileg við lífsskilyrði, sem íbúar Vesturlanda njóta.
Nýfengið frelsi og stofnun lýðræðisríkja gengur sums staðar
brösótt og spilling er víða ríkjandi.
Íbúar vestan hins fallna
járntjalds bera ugg í brjósti vegna ástands stjórn- og efnahagsmála í
þessum nýfrjálsu ríkjum og e.t.v. ekki sízt vegna birgða
kjarnorkuvopna, sem virðast nú liggja á glámbekk. Þrátt fyrir hina
opinberu og harkalegu trúleysisstefnu kommúnista, sem bitnaði á öllum
trúfélögum, þraukuðu þau, þ.á.m. rétttrúnaðarkirkjan.
Merki hennar er víða að sjá í forkunnarfögrum kirkjum og
klaustrum, sem almenningur stóð undir.
Ferðaþjónusta er víðast á byrjunarreit í
þessum ríkjum og betra er að gera sér ekki of miklar væntingar um aðbúnað
og þjónustu. Það ætti þó
ekki að koma í veg fyrir, að fólk leggi leið sína á þessar framandi
slóðir, ef allt er vel skipulagt og allir gæta fyllstu varúðar.
Kazakhstan, Kirgizía, Tadjíkistan, Túrkmenistan og Úzbekistan eru í
Asíu.
.
|