Armenía,
[Armenia]

Kort Meira    

ARMENÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Stjórnsetur: Jerevan (1,2 millj.).  Flatarmál:  29.800 km².  Fólksfjöldi:  3,3 milljónir, Armenar 93,3%, Rússar 1,5%, Kúrdar 1,7%, aðrir 3,5%.  Flestir íbúarnir eru í katólsku rétttrúnaðarkirkjunni.  Armenía er eitt af elztu menningarsvæðum heimsins og var minnsta ríki Sovétríkjanna.  Landið er sjálfstætt lýðveldi í suðurhluta Kákasusfjalla á milli Svartahafs og Kaspíahafs.  Það.  Sum fjallanna eru eldvirk og jarðhræringar tíðar.  Það á landamæri að Azerbaijan, Georgiu, Tyrklandi og Íran.  Hæsta fjall landsins er kulnað eldfjall, Aragat (4090m).  Loftslagið er svalt uppi í fjöllunum og heitt á láglendinu.
Landið er auðugt af jarðefnum, einkum kopar.  Helztu atvinnuvegir eru landbúnaður, verzlun og iðnaður.   Aðallandbúnaðar- og iðnaðarsvæðið er Arakárdalurinn.

Áveitur eru notaðar á ræktað land, þar sem  mest er ræktað af vínviði, ólífum, granateplum, baðmull og ávöxtum.  Ofar er ræktað korn, sykurrófur, tóbak, kartöflur og heyuppskeran er talsverð vegna búsmalans.  Beitarland er nægilegt fyrir nautgripi, sauðfé og geitur.  Talsvert járngrýti er í fjöllunum.  Beizlun ánna til raforkuframleiðslu breytti Jerevan í mikla iðnaðarborg.  Aðalframleiðslan er efnavörur, fatnaður, nákvæmnistæki og vélar.  Einnig er mikið framleitt af matvöru og vefnaðarvörum.

.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM