Um
600 f.Kr. settust Armenar, sem eru indóevrópsk þjóð, að þar sem
áður var ríkið Úrartú. Persar
réðu landinu um tíma en það varð sjálfstætt frá 189-69 f.Kr.
Þá komst landið undir stjórn Rómverja.
Kristni var gerð að ríkistrú um árið 300 og því varð
Armenía fyrsta kristna ríkið í sögunni.
Armenía var undir yfirráðum Persa, Býsans og araba til u.þ.b.
900 en þá varð landið sjálfstætt á nýjan leik.
Seldjúkar unnu Armeníu á síðari hluta 11. aldar og á 16. öld
náðu Tyrkir landinu á sitt vald.
Hluti þess var á valdi Persa en Rússar innlimuðu þann hluta
árið 1828.
Sjálfstæðisbarátta Armena
hófst undir lok 19. aldar en Tyrkir svöruðu með
fjöldamorðum, sem náðu hámarki í heimsstyrjöldinni
fyrri, þegar rúmlega
ein milljón Armena var
drepin og þjóðinni að mestu útrýmt á yfirráðasvæði Tyrkja.
Rússneska
Armenía var lýst sjálfstætt ríki árið 1918 en sameinaðist
Sovétríkjunum tveimur árum síðar og varð Sovétlýðveldi árið
1936. Upp úr 1970 hófu
Armenar að krefjast sjálfstæðis og 1988 kom fram krafa um að
Nagorno-Karabak-héraðið í Azerbajdzhan, sem er að mestu byggt
Armenum, yrði sameinað Armeníu.
Átök blossuðu upp milli þjóðanna og var sovézki herinn
sendur á vettvang árið 1990.
Að
Armeníu liggja ríki, sem hafa átt í átökum við þjóðina og með
því að yfirgefa ríkjasambandið eykst hættan á, að nágrannaríkin
seilist til valda. Þrátt
fyrir þetta er öflug þjóðernishreyfing í Armeníu. |