Hið rússneska nafn
þessa armenska fjalls er Gora Aragats (Gora Aragac). Það er
norðvestan Yerevan og norðan Araratsléttunnar. Það er hæsti hluti
Armeníu og Lægri-Kákasusfjallgarðsins (4090m). Það er kringlótt og
líkist helzt hraun- og móbergsdyngju. Efst er tiltölulega nýleg
eldkeila á miklu eldri grunni. Gígur eldfjallsins er orðinn að
hlíðabrattri, ísfylltri lægð með nokkrum smærri jöklum umhverfis. Í
grennd við skörðóttan tindinn eru stórgrýtt beitilönd. Í hlíðunum eru
víða steppur og þurrlendisgróður. Í suðurhlíðunum eru rústir armenska
miðaldakastalans Anberd. |