Sevan Armenía,
[Armenia]


SEVAN
ARMENÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Sevanvatn í Armeníu er 1360 km2 að flatarmáli.  Það er í 1905 m hæð yfir sjó í lægð, sem er umkringd fjöllum.  Frá því rennur Hrazkan-áin til Arasárinnar og Kaspíahafs en miklu meira vatn gufar upp en rennur á yfirborði.  Vatnið skiptist í tvo hluta.  Hinn minni en dýpri er kallaður Maly Sevan (norðausturhlutinn).  Mesta dýpi þar er rúmlega 85 m og hinn hlutinn, Bolshoy Sevan (suðaussturhlutinn) er allt að 40 m djúpur.  Sex vatnsorkuver við Hrazdan-ána ollu lækkun vatnsborðs Sevanvatns.  Þessi mistök voru leiðrétt síðla á áttunda áratugi 20. aldar með 49 km löngum göngum fyrir vatn frá Arpa-ánni.  Vatnið er auðugt af fiski, einkum urriða, og fiskveiðar eru mikilvæg atvinnugrein.  Nokkrar ævagamlar, armenskar kirkjur standa við vatnið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM