Yerevan Armenía,
[Armenia]


YEREVAN
ARMENÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Yerevan er höfuðborg Armeníu við Razdan-ána í grennd við tyrknesku landamærin.  Þessi stærsta borg landsins er í mjög fögru umhverfi á svæði, sem er þekkt fyrir ávaxta- og vínekrur.  Hún er miðstöð iðnaðar, samgangna og menningar.  Mikið er framleitt af efnavöru, hrámálm, vélbúnað, gúmmí, plast, vefnaðarvörur og matvæli.  Yerevan ríkisháskólinn var stofnaður árið 1920.  Þarna er einnig vísindaakademía landsins og þjóðminjasafn, óperu- og tónlistarhús og nokkrar tæknistofnanir.  Matenadaran-skjalasafnið hýsir mikil söfn fornra handrita.  Borgarbókasöfnin eru allstór og víða um borgina, auk safna, leikhúsa, dýra- og grasagarðs.  Þarna eru líka rústir rómversks virkis, 16. aldar tyrknesks virkis og 18. aldar moska.

Fornleifafræðingar hafa fundið leifar Uratu-virkis og borgar, sem stóð á sama stað átta öldum fyrir Kristsburð.  Borgin var undir stjórn ýmissa afla, s.s. Rómverja, Partesa og araba, áður en mongólski sigurvegarinn Tamerlane réði ríkjum 1387.  Á fimmtándu öld réðu Persar borginni og frá 16. – 18. aldar skiptust Persar og Tyrkir á um yfirráðin.  Árið 1827 tóku Rússar við af Persum.  Yerevan varð höfuðborg sjálfstæðrar Armeníu 1918-20 og Sovét-Armeníu til 1991.  Áætlaður íbúafjðldi árið 1990 var 1,2 milljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM