Gyumri Albanía,
[Armenia]


GYUMRI
ARMENÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Gyumri, einnig rituð Kumayri, hét Alexandropol til 1924 og Leninakan árin 1924-90, er borg í Vestur-Armeníu.  Grikkir stofnuðu hana líklega árið 401 f.Kr. en hún átti ekki samfellda lífdaga.  Rússar byggðu virki á þessum stað árið 1837 og þremur árum síðar var Alexandropol stofnuð skammt frá því.  Hún var miðstöð viðskipta og stjórnsýslu og eftir að iðnþróun hófst var hún nefnd Leninakan (1924).  Borgin skemmdist mikið í jarðskjálftum 7. desember 1988.  Flest háhýsin hrundu, þúsundir fórust eða misstu heimili sín.

Gyumri er nú næstmikilvægasta borg Armeníu á sviði iðnaðar og næstfjölbýlust.  Hún er mikil miðstöð framleiðslu vefnaðarvöru, þungaiðnaðar og framleiðslu reiðhjóla, vísindatækja og matvæla.  Kennaraháskóli er starfræktur í Gyumri.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1989 var 120 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM