Stjórnarsetur:
Dúshanbe. Flatarmál:
143.100 km². Íbúafjöldi:
5,1 milljón, Tadjíkar 58,8%, Úzbekar 22,9%, Rússar 10,4%,
tatarar 2,1%, aðrir 5,8 %. Aðalatvinnuvegir
eru landbúnaður, námagröftur og iðnaður.
Landð er allt mjög hálent og er hæsti tindurinn, Kommúnistatindur,
7.495 m hár.
Tadjíkar
eru af írönsku bergi brotnir en komust á 11. öld undir Tyrki og upp
frá því fór tyrkneskra áhrifa að gæta æ meira.
Undir lok 19. aldar tóku Afghanar hluta af landinu auk þess að
Bretar
og Rússar sömdu um að landræma yrði notuð til aðgreiningar
Indlands og Rússlands. |