KYRGYZSTAN

Map of Kyrgyzstan

Kyrgyzstan,
Flag of Kyrgyzstan

BISHKEK . . Meira

.

Utanríkisrnt.

Kyrgyzstan er í Mið-Asíu, vestan Kína.  Landið er rammað fjöllum Tian Shan, Pamir og Alay.  Meðalhæð þess er 2750 m.y.s.  Fjöllin eru skorin djúpum dölum og þakin jöklum.  Flatlendi er aðeins í norður- og austurdölunum.  Mörg stöðuvötn og straumharðar ár prýðq það.

Loftslagið.  Þarna ríkir háfjalla-meginlandsloftslag, sem er þó mjög mismunandi milli landshluta vegna fjallanna.  Úrkoma er einnig mjög mismunandi milli háfjallanna í vesturhlutanum og flatlendari svæða í miðnorðurhlutanum.

Stjórnarsetur:  Frúnze.  Flatarmál:  198.500 km².  Fólksfjöldi:  4,37 milljónir, Kirgizar 52,4%, Rússar 21,5 %, Úzbekar 12,9%, Úkraínumenn 2,5%, tatarar 1,6%, aðrir 9,1%.

Kyrgyzstan liggur aðallega í Tienfjöllum.  Aðalatvinnuvegir eru akuryrkja, kvikfjárrækt, námagröftur og iðnaður.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM