Bishkek Kyrgyzstan,
Flag of Kyrgyzstan


BISHKEK,
KYRGYZSTAN
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bishkek (fyrrum Frunze and Pishpek) er höfuðborg Kyrgyzstan í áveitnadal Chu-árinnar.  Hún er miðstöð samgangna og iðnaðar, sem framleiðir m.a. landbúnaðartæki, matvæli, vefnaðarvöru og byggingarefni.  Þarna er ríkisháskóli (1951), vísindaakademía, symfóníuhljómsveit og nokkur söfn og leikhús.

Um miðbik 19. aldar byggði úzbekski kaninn frá Kokand þar virki.  Rússar sigruðu það 1862 og skírðu það og næsta umhverfi Pishpek, sem er afbökun orðsins Bishbek.  Árið 1926 var borgin nefnd Frunze til heiðurs sovézka hershöfðingjanum M.V. Frunze.  Nafninu var breytt í Bishkek í kyrgyzska þinginu 1991 áður en landið lýsti yfir sjálfstæði.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 625.000.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM