Úzbekístan:
Stjórnarsetur:
Tashkent. Flatarmál: 447.400
km². Íbúafjöldi 1991: 20 milljónir, Úzbekar 68,7%, Rússar 10,8%,
tatarar 4,2%, Kazhakar 4%, Tadjíkar 3,9%, Kara-Kalpakar 1,9%, aðrir
6,5%.
Landbúnaður,
námagröftur og iðnaður eru meðal helztu atvinnuvega.
Landið er allauðugt af olíu, gasi, kolum, járni, kopar og
gulli. Nokkuð er um málm-
og vélaiðnað. Á síðari
áratugum hafa verið unnin meiri umhverfisspjöll í Úzbekístan en í
nokkru öðru Sovjetlýðveldi og lífskjörum hefur hrakað mjög. |