Bukhoro
(Bokhara eða Bukhara), höfuðborg samnefnds héraðs í Vestur-Úzbekistan,
stendur í vin við ána Zeravshan. Hún selur náttúrulegt gas, baðmull,
ávexti og silki og framleiðir vefnaðarvöru, teppi og fatnað auk þess að
súta astrakhan-skinn. Þarna eru margar sögulegar minjar, s.s. hús frá
9. öld, nokkrar moskur, Arkarvirkið (nú safn) og grafhýsi Ismail Samani
(9.-10. öld) og kennaraskóli.
Borgarinnar er getið á 1. öld, þegar hún var mikilvægur menningar- og
verzlunarstaður. Snemma á 8. öld náðu arabar yfirhendinni. Hún var
meðal forystuborga islamskra fræða á valdatíma araba og persnesku
höfðingjaættarinnar Samanid, sem réði borginni á 9. og 10. öld.
Qarakhanídar og tatarar réðu henni síðar og árið 1555 varð hún höfuðborg
emírsins í Úzbekistan. Rússar lögðu ríki emírsins undir sig árið 1866
og héldu því sem verndarsvæði á árunum 1868-1920, þegar emírnum var
steypt af stóli og ríkið var gert að Sovétlýðveldinu Bukhoro. Á árunum
1924-1991 tilheyrði borgin Sovétlýðveldinu Úzbekistan, sem fékk
sjálfstæði 1991 við hrun kommúnismans. Áætlaður íbúafjöldi árið 1989
var 224 þúsund. |