ÚZBEKISTAN
MEIRA

Map of Uzbekistan

Úzbekistan meira,
Flag of Uzbekistan

ÍBÚARNIR LANDIÐ SAGAN EFNAHAGUR
STJÓRNSÝSLA

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Úzbekístan er land á krossgötum menningarstrauma og um það og í því hafa verið háðar margar styrjaldir.  Í byrjun 16. aldar, eftir miklar sviptingar í hartnær 1000 ár, komu Úzbekar til skjalanna og lögðu landið undir sína stjórn en áfram var barizt um valdataumana og margir mismunandi hópar fengu að spreyta sig.

Pétur mikli sýndi áhuga á landsvæðinu snemma á 18. öld en ekkert varð af áformum um innrás í bráð.  Það var svo árið 1853, að Rússar hófu hernaðarbrölt sitt og eftir nokkra áratugi lutu allir hlutar Túrkístan, þar á meðal Úzbekístan, rússneskri stjórn.

Úzbekistan
var stofnað 1924.  Sambandssáttmáli var gerður við Sovétríkin 1925 en Tadjíkístan, sem var áður hluti af Úzbekístan, varð sjálfstæður aðili fjórum árum síðar.  Sjálfstjórnarsvæðið Kara-Kalpakíja (höfuðborg Nukus) er hluti úzbeska lýðveldisins.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM