Tashkent Úzbekistan,
Flag of Uzbekistan


TASHKENT
ÚZBEKISTAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Tashkent eða Toshkent er höfuðborg Uzbekistans og Tashkenthéraðs í austurhluta landsins.  Borgin er í vin nærri Chirchik-ánni í miðju baðmullar- og ávaxtahérði.  Hún er miðstöð iðnaðar og samgangna og var stærsta borg Sovétríkjanna í Mið-Asíu.  Þarna eru framleiddar vélar, baðmull og textílvörur, efnavörur, tóbaksvörur og húsgögn.  Borgin státar af nokkurm, stórum bókasöfnum, vísindaakademíunni og fjölda æðri menntastofnana.  Undir borginni bruna jarðlestir milli staða (frá 1977).

Fyrstu heimildir um Tashkent eru frá 7. öld, þótt bærinn hafi líklegast verið stofnaður á 1. öld f.Kr.  Arabar lögðu hana undir sig á 8. öld, Genghis Khan á 13. öld og Tamerlane á 14. öld.  Rússar innlimuðu hana árið 1865 og ný borg byggðist umhverfis hana.  Árið 1966 urðu miklar skemmdir í borginni í jarðskjálfta.  Árið 1991 varð hún höfuðborg nýsjálfstæðs ríkis.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 2,1 milljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM