Khiva Úzbekistan,
Flag of Uzbekistan


KHIVA
ÚZBEKISTAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Khiva (í fornöld Korasmia og síðar Khwarizm og Khorezm) var kanat í Miðvestur-Asíu sunnan Aralvatns.  Það skiptist nú milli Úzbekistan og Túrkmenistan.  Khiva er einnig nafn borgar í héraðinu Khorezm Wiloyat í Úzbekistan.  Hún er kunn fyrir fjölda sögulegra bygginga, s.s. Islam-Khodzha-mínarettuna og grafhýsi kananna.  Í fornöld rann Oxusáin (nú Amu Darya) til Kaspíahafs og var notuð sem vatnaleið til Evrópu.  Arabar náðu Khiva undir sig árið 680 og síðar innlimuðu Genghis Khan og Tamerlane svæðið í Mongólíu.  Rússar gerðu hið sama árið 1873 og árið 1919 settu þeir kanann af.  Næsta ár var Khiva innlimað í Sovétríkin og 1924 var svæðinu skipt milli hinna fyrrnefndu Sovétlýðvelda, sem fengu sjálfstæði 1991.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM