Samarkand Úzbekistan,
Flag of Uzbekistan


SAMARKAND
ÚZBEKISTAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samarqand (Samarkand) er höfuðborg samnefnds héraðs í Mið-Úzbekistan í áveitudal Zeravshanárinnar.  Þar er framleitt te, vín, vefnaðarvörur, áburður og bílahlutar.  Hún er elzta borg Mið-Asíu og skiptist í nýja og gamla hlutann, þar sem eru mörg athyglisverð minnismerki, s.s. moskur frá 14. og 15. öld og 15. aldar grafhýsi Mongólaleiðtogans Tamerlane.  Borgin er setur háskóla og áhugaverðs forngripasafns.

Borgarstæðið var byggt fólki árið 2000 f.Kr.  Það var síðar þekkt undir nafninu Maracanda og var höfuðborg Sogdiana, fornhéraðs Persa.  Alexander mikli lagði það undir sig árið 329 f.Kr.  Þá efldist verzlun við leið úlfaldalesta milli Kína og Miðjarðarhafs.  Snemma á 8. öld lögðu arabar borgina undir sig og hún varð fljótlega mikilvæg miðstöð islamskrar menningar.  Árið 1220 lagði Genghis Khan hana næstum í rústir.  Tamerlane gerði hana að blómlegri höfuðborg veldis síns árið 1369.  Á 15. öld hnignaði veldi mongóla og Úzbekar náðu borginni ári
ð 1500.  Árið 1784 náði emírinn í Bukhoro henni undir sig.  Rússar tóku borgina árið 1868 og þá fór hún aftur að rétta úr kútnum.  Á árunum 1924-30 var Samaqand höfuðborg Sovétlýðveldisins Uzbekistan.  Árið 2007 héldu borgarbúar upp á 2750 ára afmæli borgarinnar.  Hún er líklega elzta borg heimsins.  Áætlaður íbúafjöldi árið 2007 var 500 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM