Vladivostok Rússland,
Flag of Russia


VLADIVOSTOK
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

 

Vladivostok  er höfuðborg Sjávarhéraðsins í suðausturhluta Rússlands við Gullhornsflóa (Zaliv Petra Velikogo = Flói Péturs mikla), sem skerst inn úr Japanshafi.  Borgin er endastöð Síberíulestarinnar, aðalhöfn Rússlands við Kyrrahafið og aðalstöðvar Kyrrahafsflotans.  Aðalatvinnuvegir eru skipasmíðar, sink- og koparbræðsla, skápasmíði, framleiðsla vélbúnaðar og matvæla.  Ísbrjótar halda höfninni opinni á veturna.  Þaðan er gerður út stór fisk- og hvalveiðifloti.  Austurlandaháskólinn er í borginni og hún er miðstöð vísindarannsókna. Árið 1860 var reist virki, þar sem borgin er nú.  Hún óx hratt eftir að Síberíulestin var lögð 1903. 

Frá 1918-22 hersátu Japanar og bandamenn borgina í mótmælaskyni vegna byltingingarinnar 1917.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 648 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM