Pólland,
Flag of Poland

Meira

PÓLLAND


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Lýðveldið Pólland flokkast með Mið-Evrópulöndum (49° - 55°N og 14°- 24°E).  Landið er láglent nema syðst og heildarflatarmálið er 312.685 km².  Höfuðborgin er Varsjá.  Síðustu teinöldina hefur landið þanizt sundur og saman eins og dragspil.  Á miðri 16. öld var það stærsta ríki Evrópu en núverandi landamæri, frá 1945, þess eru 3538 km löng.  Að norðan liggur það að Eystrasalti, að norðaustan er Rússland og Litháen og að austan er Belarus og Úkraína.  Suðurlandamærin liggja á vatnaskilum Beskid-, Karpata- og Súdetafjalla, sem skilja landið frá Slóvakíu og Tékklandi.  Vesturlandamærin við Þýzkaland fylgja ánum Oder og Neisse.

Það er hægt að skipta landinu í þrjú svæði eftir landslagi, láglendið, heiðarnar og fjalllendið.  Austustu hlutarnir eru skyldir Austur-Evrópu en aðrir Vestur-Evrópu hvað snertir landslag, loftslag og flóru.  Meðalhæð landisins yfir sjó er ekki nema 173 m og rúmlega fjórðungur þess liggur neðar 200 m línunnar.  Ísaldarjökullinn mótaði núverandi landslag á tímabilinu frá 1,6 milljónum árum þar til fyrir u.þ.b. 10 þúsund árum.  Norðurláglendið er þakið jökulminjum og ofan á leir, sandi og möl er tiltölulega ungt lag af jarðvegi.  Suðurhlutinn er eldri og jarðfræðilega flóknari.  Þar rísa Karpatafjöllin, sem urðu til á tertíertíma, fyrir allt að 25 milljónum ára. Dalir og lægðir skilja norðurhluta þeirra frá mun eldri svæðum Bæheims- og Súdetafjalla og heiðum Malopolska (Litla-Póllands).
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM