Bydgoszcz Pólland,
Flag of Poland


BYDGOSZCZ
PÓLLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Bydgoszcz er höfuðborg samnefnds héraðs við Brda-ána í miðju landi.  Þetta er að mestu landbúnaðarhérað (korn, kartöflur og sykurrófur).  Borgin er mikilvæg miðstöð verzlunar og iðnaðar og samgöngukerfið er velþróað (járnbrautir, þjóðvegir og vatnaleiðir) og borgin er við austurenda Bydgoszcz-skipaskurðarins, sem tengir hana við Notec-ána.  Helztu framleiðsluvörur hennar eru efnavörur, raftæki, vélbúnaður og nákvæmnistæki.  Á 13. öld náðu teiftónskir (germanar) riddarar henni undir sig og síðar varð hún hluti Póllands.  Prússar náðu þessu svæði á sitt vald árið 1772 og héldu henni, nema um skamman tíma, til árisins 1919.  Í síðari heimsstyrjöldinni varð borgin illa úti.  Snemma á níunda áratugi 20. aldar urðu þar pólitískar óeirðir.  Áætlaður íbúafjöldi 1989 var 278 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM