Gliwice er borg í
Katowice-héraði við Klodnica-ána við austurenda Glivice-skipaskurðarins
í Suður-Póllandi. Hún
er miðstöð flutninga um vatnaleiðir og með járnbrautum og kolanáms
og framleiðir m.a. stál, vélbúnað, efnavöru, matvæli, sement og múrstein.
Járnbræðslur voru byggðar á 18. öld.
Þarna er Silesíutækiniháskólinn (1945) og nokkrar rannsóknastofnanir
tengdar námuvinnslu. Gliwice fékk borgarréttindi árið 1276. Þarna er endurbyggð kirkja frá 13. öld, safn og Chopin-garðurinn.
Gliwice var kölluð Gleiwitz, þegar hún var prússnesk og þýzk
(1742-1945). Áætlaður íbúafjöldi
1989 var 223 þúsund. |