Pólland meira,
Flag of Poland

ÍBÚARNIR NÁTTÚRAN TRÚARBRÖGÐ HAGTÖLUR

PÓLLAND
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Landslagslínurnar sýna skýrari skiptingu í svæði frá vestri til austurs.  Í norðri eru mýrlendi og sandöldur meðfram Eystrasaltsströndinni og sunnan þeirra eru jökulöldur með miklum fjölda stöðuvatna.  Syðsta jökulaldan sýnir okkur hve langt suður tungur ísaldarjökulsins teygðu sig á síðasta kuldaskeiði.  Sunnar kemur miðláglendið skorið gömlum farvegum jökulánna, sem báru fram fjórsaman og leirkenndan jarðveg (löss).  Syðst er fjórða landslagsbeltið, fjalllendið, sem er víða undurfagurt.

Mestallt vatn, sem rennur um landið stemmir að ósi við Eystrasalt, u.þ.b. helmingur þess í ánni Vislu (Vistula) og þriðjungur í Oder.  Flóðahætta er veruleg á láglendissvæðum landsins tvisvar á ári.  Á vorin hlánar fyrst syðst til fjalla og ísstíflur geta valdið verulegum usla og miðsumars, í júlí, geta sumarrigningar valdið flóðum.  Heildarflatarmál stöðuvatna er u.þ.b.3110 km² og flest eru þau í jökulöldubeltinu í landinu norðanverðu.


Varsjá er stærsta borg landsins, a.m.k. tvöfalt stærri en hin næststærsta.  Hún státar af gömlum, sögulegum kjarna (Stare Miasto) á vesturbakka Vislu og 18. aldar úthverfum (Nowe Miasto) til norðurs og Krakowskie Przedmiescie til suðurs.  U.þ.b. 85% borgarinnar eyðilögðust í síðari heimsstyrjöldinni, þannig að mestur hluti hennar reis eftir 1950 í sovézkri mynd.  Menningar- og vísindahöllin gnæfir yfir borginni og alþýðan býr í grámóskulegum og risavöxnum fjölbýlishúsum, sem voru byggð í úthverfum borgarinnar á 7. og 8. áratugunum.

Kraká, upprunalega höfuðborg landsins, Gdansk, Poznan og Wroclaw (Breslau) eru að mörgu leyti líkar Varsjá.  Þær eiga sína misstóru, gömlu kjarna umkringda húsum frá 19. öld en þó einkum 20. aldar iðnfyrirtæki og lélega bústaði almennings.  Næststærsta borg landsins, Lódz, á sér byggingarsögu frá 19. öld, þegar hún varð að mikilvægustu miðstöð vefnaðar í rússneska keisaradæminu.  Önnur helztu þéttbýli landsins eru í suðurhluta Efri-Selesíu.  Þau byggjast aðallega á námuvinnslu og iðnaði og eru á 50 km löngu belti milli Dabrowa Górnicza til Gliwice.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM