Pólland trúarbrögđ,
Flag of Poland


PÓLLAND
TRÚARBRÖGĐ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Meirihluti Pólverja er rómverk-katólskur og mikill fjöldi iđkar trúna, ţannig ađ hvergi annars stađar í heiminum á hún sér styrkari stuđningsmenn.  Katólska kirkjan í Póllandi nýtur mikils álits og hefur mikil pólitísk völd.  Eftir síđari heimsstyrjöldina voru allir trúarhópar undir eftirliti ríkisins.  Katólska kirkjan missti ekki sjálfstćđi sitt vegna hins mikla fjölda áhangenda og Vatíkaniđ í Róm réđi í öllum mikilvćgum málum en ekki ríkisstjórnin í Varsjá.  Öllum andkommúnistum í landinu var ţađ mikil hvatning, ţegar erkibiskupinn í Kraká, Karol Cardinal Wojtyla, var kosinn páfi 1978, hinn fyrsti, sem var ekki Ítali síđan á 16. öld.  Andstađa stjórnvalda gegn katólsku kirkjunni, sem birtist m.a. í stuđningi viđ minni trúarhópa, var veikburđa og eftir fall kommúnismans 1989 varđ kirkjan aftur ađ ţeim stólpa, sem hún hafđi veriđ áđur.  Hún hafđi afskipti af flestum ţjóđmálum, s.s. skólamálum og afnámi fóstureyđinga, sem höfđu tíđkast mjög frjálslega.  Viđ ţessar breytingar dró mjög úr kirkjusókn og tekjur fólks minnkuđu mjög.  Ríkisstjórnin rýmkađi lögin um fóstureyđingar um miđjan tíunda áratuginn.

Mótmćlendur eiga sér tvö höfuđvígi, í Mazuríu og Cieszyn í Selesíu.  Í suđausturhlutanum er lítill, sjálfstćđur rétttrúnađarsöfnuđur byggđur á Belarusum og Úkraínumönnum.  Gyđingar iđka enn ţá sína trú og kommúnistastjórnin leyfđi ţeim ţađ međan Pólland var leppríki Rússa.  Litlir trúarhópar ađventista og votta jehóva starfa í nokkrum borgum.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM