Pólland náttúran,
Flag of Poland


PÓLLAND
NÁTTÚRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Flóran, sem hefur þróast í landinu frá lokum síðasta kuldaskeiðs ísaldar, telur u.þ.b. 2250 tegundir æðri plantna, 630 mosa, 200 hepaticae (millistig milli mosa og fléttna), 1200 fléttna og 1500 sveppa.  Norðausturmörk nokkurra trjátegunda, s.s. beykis, furu og eikar, liggja um Pólland.  Landið státar af nokkrum innlendum tegundum, s.s. pólsku lerki (larix polonica) og ojcówbirki (betula oycoviensis).  Á nokkrum svæðum hafa nokkrar túndrutegundir varðveitzt, s.s. í mómýrum og til fjalla.  Rúmlega fjórðungur landsins er vaxinn skógi.  Meginhluti landsins er í blandskógabeltinu.  Suðaustast teygist steppugróður inn í landið og norðaaustast eru syðstu teygingar síberíska barr- og grenibeltisins.  Í fjalllendinu ráðast tegundirnar af hæð yfir sjávarmáli, fura og beyki klifra upp hlíðarnar þar til grenið tekur við og síðan lágvaxnari gróður upp að hjarnmörkum.

Fánan er evrópsk og vestursíberísk og er nátengd gróðurfari.  Hryggdýr eru u.þ.b. 400, þar af fjöldi spendýra, og varpfuglategundir eru u.þ.b. 200.  Dádýr og villisvín eru í skógunum, elgir í barrskógum norðausturhlutans og á steppunum í suðri eru nagdýr, s.s. sléttuhundar.  Uppi í skóglendi fjallanna eru m.a. brúnbirnir og villikettir og efst eru fjallaantilópur og múrmeldýr.  Í Bialowiezaskóginum, sem er þjóðgarður, og í Byelavyezhskayaskóginum í Belarus eru litlar hjarðir vísunda, hinir síðustu sinnar tegundar á meginlandinu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM