Torun Pólland,
Flag of Poland


TORUN
PÓLLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Torun, höfuðstaður samnefnds héraðs, er hafnarborg við Vislu í Mið-Póllandi.  Hún er miðstöð vega- og járnbrautasamgangna og iðnaðar (efnavara, vefnaðarvara, vélbúnaður, verkfæri, herbúnaður og húsgögn).  Borgin er víðkunn fyrir hunangskökur og engiferbrauð allt frá miðöldum.  Borgina prýða margar endurreisnar- og barokbyggingar og gamli borgarhlutinn státar enn þá af fornum borgarhliðum og múrum meðfram ánni.  Meðal helztu kennimerkja Torun eru endurbyggt ráðhús (13.-14.öld) með safni, kirkja hl. Jóhannesar, kirkja guðsmóður og kirkja hl. Jakops, kastali teiftónsku riddaranna (1231), mannfræðisafn í gömlu vopnabúri, Pommern-leikhúsið og fögur gotnesk og barokhús.  Þarna er Nicolaus Copernicus-háskólinn (Kóperníkus fæddist í borginni). 

Torun fékk borgarréttindi 1333.  Samningarnir 1411 og 1466, sem voru undirritaðir í borginni felldu teiftónsku riddarana undir pólska stjórn.  Árið 1595 og 1645 voru haldnar guðfræðiráðstefnur í borginni.  Hún var undir þýzkri stjórn mestan hluta 19. aldar og í síðari heimsstyrjöldinni.  Frá 1919-1939 var Torun höfuðborg pólska héraðsins Pomorze.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 201 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM