Lublin er höfuðborg
samnefnds héraðs í suðausturhluta Póllands.
Helztu framleiðsluvörur borgarinar eru matvæli, vörubílar,
landbúnaðartæki og raftæki. Í
borginni sátu nokkur mikilvæg ríkisþing, m.a. árið 1569, þegar
sameining Póllands og Litháen var ákveðin.
Lublin var hluti austurrísk-ungverska keisaradæmisins frá 1795
þar til Rússar tóku við árið 1815.
Rússar héldu yfirráðunum til loka fyrri heimsstyrjaldarinnar,
þegar borgin varð setur bráðabirgðastjórnar pólskra sósíalista.
Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 352 þúsund. |