Bielsko
(Biala) er höfuðborg Bielskohéraðs við Biala-ána í grennd
við Kraká í Suður-Póllandi.
Hún er mikilvæg járnbrautaborg og hefur verið miðstöð vefnaðar
allt frá miðöldum.
Talsvert er einnig framleitt af vélbúnaði og raftækjum.
Í grenndinni eru nokkrir heilsubótarstaðir og borgin laðar fjölda
ferðamanna að.
Hún var stofnuð á 13. öld, víggirt á 15. öld og varð að
greifadæmi 1752.
Á árunum 1772-1919 var það hluti af austurrísk-ungverska
keisaradæminu og frá lokum fyrri heimsstyrjaldar hefur það
verið hluti af Póllandi.
Árið 1950 var borgin sameinuð Biala Krakowska og var um skamman
tíma Biala Malopolska.
Áætlaður íbúafjöldi 1989 var 179 þúsund. |