Poznan, höfuðborg
samnefnds héraðs í Vestur-Póllandi, er hafnarborg við ána Warta.
Hún er mikilvæg miðstöð járnbrauta, verzlunar og iðnaðar
og þar er haldin mikil kaupstefna ár hvert.
Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru vefnaðarvörur, efnavörur
og leirvörur. Adam
Mickiewicz-háskólinn (1919), tækniháskóli o.fl. æðri
menntastofnanir. Þarna eru
áhugaverð söfn, gotnesk dómkirkja, 16. aldar ráðhús og fjöldi sögulegra
kirkna. Poznan er meðal
elztu borga Póllands. Árið
968 varð hún biskupssetur. Prússar
náðu yfirráðunum 1793 og borgin varð hluti af stórhertogadæminu
Varsjá árið 1807. Árið
1815 varð hún prússnesk á ný en Pólverjar fengu hana aftur 1919.
Árið 1956 efndu verkamenn til mikilla mótmælaaðgerða í
borginni, sem leiddu til breytinga í forystu pólska kommúnistaflokksins.
Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 590 þúsund. |