Katowice Pólland,
Flag of Poland

Booking.com


KATOWICE
PÓLLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Katowice, höfuðborg samnefnds héraðs í Suður-Póllandi, stendur við ána Rawa í grennd við Kraká.  Héraðið er auðugt af kolum og sínki og borgin er ein mikilvægasta námuborg og iðnaðarmiðstöð landsins.  Járnbræðsla, smíði þungavéla og efnaiðnaður eru mikilvægar atvinnugreinar.  Katowice fékk borgarréttindi 1867 í Prússlandi.  Þegar Silesíu var skipt milli Póllands og Þýzkalands 1921, lenti Katowice Póllandsmegin.  Þjóðverjar hersátu borgina í síðari heimsstyrjöldinni.  Áætlaður íbúafjöldi 1989 var 365 þúsund.
 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM