Lodz Pólland,
Flag of Poland

Booking.com


LODZ
PÓLLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Lódz er stjórnsýslumiðstöð í samnefndu héraði í Mið-Póllandi.  Hún er næststærst á eftir Varsjá og miðstöð samgangna á landi og í lofti auk þess að vera mesta vefnaðarborg landsins.  Aðrar helztu framleiðsluvörur hennar eru málmvara og efnavara.  Þarna er Borgarháskóli (1945), þrjú söfn og aðrar menningarstofnanir.  Lódz fékk borgarréttindi 1423.  Prússar lögðu hana undir sig 1793 og Rússar 1815.  Borgin var smá í sniðum þar til snemma á 19. öld, þegar fyrstu vefnaðarmyllurnar voru byggðar.  Pólverjar fengu yfirráðin á ný 1919.  Í síðari heimsstyrjöldinni hersátu Þjóðverjar borgina og meirihluti íbúanna var fluttur brott.  Áætlaður íbúafjöldi 1989 var 851 þúsund.



 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM