Szczecin Pólland,
Flag of Poland


SZCZECIN
PÓLLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Szczecin, höfuðstaður samnefnds héraðs í Norðvestur-Póllandi, er hafnarborg við Oder í nánd við Eystrasalt.  Borgin er miðstöð skipasmíða og mikilvæg hafnarborg, sem tengis Berlín með skipaskurði.  Iðnaðurinn byggist á járnbræðslum, vélsmíði, efnaverksmiðjum, sykurhreinsun, og framleiðslu sements, matvæla og vefnaðarvöru.  Þarna eru margar fagrar kirkjur, s.s. SS Pétur og Páll (1127).  Í upplýsingaþorpi borgarinnar er tækniháskóli, landbúnaðarháskóli og stórt bókasafn.

Szczecin-svæðið byggðist líklega slavneskum ættkvíslum á 10. öld og smám saman þróaðist þéttbýli.  Á 13. öld varð það bústaður hertoganna af Pommern.  Bærinn varð að mikilvægum verzlunarstað og varð aðili að Hansasamtökunum árið 1360.  Svíar fengur borgina árið 1648 samkvæmt Velstfölsku friðarsamningunum í lok 30 ára stríðsins.  Prússar náðu yfirráðunum 1720.  Þegar svæðinu var skipt 1919 varð Szczecin höfuðborg þýzka fylkisins Pommern.  Í síðari heimsstyrjöldinni vörpuðu bandamenn gífurlegum fjölda sprengna á borgina og eftir stríðið fengu Pólverjar yfirráðin.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 414 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM