Czestochowa er höfuðborg
samnefnds héraðs við Warta-ána í Suður-Póllandi. Hún er mikil iðnaðarborg og tengd Kraká með járnbrautum.
Helztu framleiðsluvörur hennar eru járn og stál, vefnaðarvörur
og pappír. Í 14. aldar
munkaklaustrinu Jasna Góra er frægt málverk af guðsmóður, kallað
Svarta Madonna. Jón Páll
II, páfi, heimsótti þetta Klaustur árið 1979.
Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 254 þúsund. |