Indland,
Indian flag of India

[Flag of the United Kingdom]

DELÍ
GOA
GUJARAT
KALKUTTA
MUMBAI
ORISSA
MADRAS
Meira

INDLAND

Map of India
.

.

Utanríkisrnt.

 

Indland (Bharat Juktarashtra) er í Suður-Asíu.  Mestur hluti landsins er á risastórum skaga með Bengalflóa að austanverðu og Arabíuhaf að vestanverðu.  Nágrannaríki eru: Pakistan, Kína, Nepal, Bútan, Bangladesh og Burma.  Heildarflatarmál:  3.287.590 km².

Í norðurhlutanum eru há fjöll, Himalaja og Karakorum, og láglendi, Ganges-Brahmaputra, sem er indverski hlutinn af Fimmfljótalandinu (Pandschab/Punjab).  Þríhyrningslagaður suðurskaginn er að hluta hulinn hraunum á Dekkanhálendinu og fjallgarðar eru þar með ströndum fram.  Norður- og Suður-Indland eru aðskilin af Narmadasigdældinni, sem er brotalína í jarðskorpunni, sem tengir Arabíuhaf og Gangessléttuna.

Í norðvesturhluta landsins er eyðimörk.  Eyjaklasarnir Lakkadive i Arabíska hafinu og Andaman og Nikobare í Bengalflóa tilheyra Indlandi.
.

Algert hitabeltisloftslag syðst, en hálfgert nyrzt.  Rakur og heitur suðvestanmonsúninn veldur mikilli úrkomu frá júní til september, einkum í fjöllunum í norðausturhlutanum og hlémegin við fjallagarðana á vesturströndinni.  Á veturnar ríkja svalir og þurrir loftstraumar úr norðaustri.  Hitamismunur er talsverður víða um landið.  Dráttur á komu monsúnsins og mismunandi úrkoma veldur oft fellibyljum, þurrkum og flóðum.

Höfuðborgin er Nýja-DelíNýja Dehli er borgarhluti í Delí.  Næst koma Kalkútta, Mumbai, Madras, Bangalore, Ahmadabad, Hyderabad, Kanpur, Poona, Nagpur, Lakhnau, Jaipur.
.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM