Delí Indland,
Indian flag of India

NÝJA DELÍ GAMLA DELÍ . Meira

DELÍ
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nafnið 'Dilli' er sagt vera frá því snemma á fyrstu öld f.Kr.  Áreiðanlegar heimildir fyrir því nafni eru frá 11. öld.  Radschputa-furstinn Anang Pal lét byggja virkið Lalkot í kringum 1050.  Það varð bústað-ur hans og eftirmanna hans þar til síðasti drottnarinn, Prithvi Raj, beið ósigur fyrir soldáninum í Ghor árið 1193.  Hershöfðingi soldánsins, Kutb-ud-Din, fyrrum þræll, brauzt síðar (1206) undan valdi soldánsins og varð fyrstur í röð margra islamskra drottnara Delí.  Tengdasonur hans, Altamsh (ríkti 1214-1336) var hinn merkilegasti af þessari svonefndu þrælahöfðingjaætt.  Hann náði undir sig öllu Norður-Indland frá Indus í vestri að óshólmum Ganges í austri.

Á næstu öldum komust fjórar aðrar höfðingjaættir sigursælla hershöfðingja til valda:  Khaljiættin (1290-1320).  Annar drottnari hennar, Ala-ud-Din (1295-1316), byggði borgina Siri, hrakti mongólaherinn af höndum sér og ruddist alla leið að suðurodda landsins.  Því næst kom Tughluq-ættin (1320-1413).  Auk Ghiyas-ud-Din Tughluq (†1325), sem reisti Tughluqabad, eru einkum tveir drottnarar markverðir:  Hinn menntaði Mohammed Tughluq (1325-1351), sem flutti höfuðborgina til Tughluqabad, 4 km  austan hinnar gömlu.  Eftirmaður hans, Feroz Shah (1351-1388), sem stofnaði borgina Ferozabad 8 km norðar.  Á dögum síðasta Tughluq-drottnarans gjöreyddi Timur Leng, foringi mongóla í síðustu árás þeirra (1398/1399), borginni og umhverfi hennar.

Valdabarátta einkenndi síðustu öld innlendra yfirráða höfðingjaættanna Saiyid (1414-1451) og Lodhi (1451-1526).

Sigur mongóla árið 1526 undir forystu Zahir-ud-Din Baber (Babur; 1483-1530) varð upphaf yfirráða mógúlanna.  Hinir fyrstu þeirra sátu í Agra eða Lahore en árið 1637 flutti Shah Jahan bústað sinn inn á Delí-svæðið og lét reisa þar borg, sem var skírð eftir honum 'Shahjahanabad'.  Delí varð smám saman áhrifalausari með dvínandi völdum mógúlanna.  Árið 1803 féll borgin í hendur Breta, sem stjórnuðu frá Kalkútta.

Borgin var mikilvæg miðstöð uppreisnarinnar árið 1857 (Indverska uppreisnin), þegar u.þ.b. 30.000 indverskir hermenn í brezka hernum bjuggu um sig innan víggirðinga hennar.  Eftir þriggja mánaða umsát urðu þeir að gefast upp.  Eftir stofnun Nýju-Delí, árið 1911 (formlega vígð 1931), varð hún á ný höfuðborg.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM