Á
BÖKKUM
JAMNA. Á
milli víggirts gamla borgarhlutans og Nýju-Delí eru rústir Ferozabad
(Ferozeshah Kotla), borgarinnar, sem Shah Tughluq (1351-1388) stofnaði.
Ashoka-súlan (3. öld f.Kr.) er ein fjölmargra marksteina
Ashoka hins mikla.
Feroze Shah lét flytja þá hingað til að fegra borgina.
Austar,
handan Indlandshliðsins, eru rústir Purana Qila (Gamla virki) frá
valdatíma Humayuns, annars mógúls á fyrri hluta 16. aldar.
Við hliðina á rústunum sunnanverðum er dýragarðurinn (m.a.
hvít tígrisdýr).
Einum
km suðaustar er minnismerki Humayun (†1556), sem lét reisa Akbar
fyrir föður sinn (lokið 1572).
Þetta grafhýsi varð síðar fyrirmyndin að Taj Mahal í Agra.
Umhverfis minnismerkið eru fallegir garðar, þar sem voru
fyrrum gosbrunnar í mógúlstíl.
UMHVERFI
DELÍ.
Skammt
sunnan Nýju-Delí, austan við Afríkubreiðstræti (milli Harsukh Marg
í norðri og Palam Road í suðri), er stórt grænt svæði með íþróttavöllum
(Dehli Lawn Tennis Stadium), villidýragarði, rósagarði og lautaferðastöðum.
Í miðju þessa svæðis er 'Hauz Khas', grafhýsi og
minnismerki Feroze Shah.
**Qutab
Minar
(12 km suðvestan miðborgar Nýju-Delí í grennd við gamla virkisins
Lalkot, skammt norðan bæjarins Mehrauli) byggðu islömsku
sigurvegararnir (1206-1238) sem mínarettu og sigurturn.
Það er meðal fegurstu minjum byggingarsögu heimsins og mjög
vel varðveitt.
Hinn 72,54 m hái turn er fimm hæða og uppmjór.
Þrjár fyrstu hæðirnar eru úr rauðum sandsteini en hinar úr
hvítum marmara með millilögum úr sandsteini.
Utan um hverja hæð eru fagurlega skreyttar svalir.
Gestum er aðeins leyft að fara við þriðja mann upp í
turninn til að fyrirbyggja sjálfsmorð.
*Útsýnið úr turn-inum er frábært.
Qutab Minar er miðja borgar Raj Pithuras, Raj Pithomra.
Vitnisburður um orrusturnar, sem hann háði, sjást meðfram
vegunum frá Nýju-Delí.
Í
rústum nærliggjandi mosku er merkileg, 7 m há járnsúla (líklega frá
4. öld).
Hún hefur verið steypt í einu lagi úr smíðajárni, sem ryðgar
ekki.
U.þ.b.
500 m vestan Qutab Minar er hið fagra, átthyrnda grafhýsi Adham Khan.
Hálfbróðir hans, Akbar hinn mikli, skipaði svo fyrir, að
hann skyldi myrtur, og honum var hrint fram af svölum hallar í Agra.
Rúmum
5 km vestan Qutab Minar er hið athyglisverða grafhýsi Mahmuds, sonar
Iltumish.
Hindúskir iðnverkamenn byggðu það í islömskum stíl árið
1229.
Átta
km austan Qutab Minar, uppi á flötum kletti, eru hinir gömlu borgarmúrar
Tughluqabad.
Ghiyas-ud-Din Tughluq (†1325), forfaðir Tughluq höfðingjaættarinnar,
sem ríkti 1320-1413, lét reisa þá.
Þegar völd þessarar ættar voru mest ríkti hún yfir svæðinu
milli Madurai í suðri til Kasmír í norðri.
Fimmtán árum eftir stofnun borgarinnar gáfust menn upp á
byggingu hennar.
Borgarmyndin er hálfur sexhyrningur með 6 km ummáli.
Hallandi múrarnir með gríðarmiklum hringturnum og þrettán
hliðum eru úr reglulegum lögum af granítsteinum.
Hinir stærstu eru nærri 4 m langir og 1 m þykkir.
Innan múranna er allt í rústum.
Sunnan þeirra, handan götunnar, er hið stóra og virkislagaða
grafhýsi Ghiyas-ud-Din Tughluq, sem hann lét reisa sér meðan hann
var enn þá á lífi.
Hvíti marmarakúpullinn er 10,5 m í þvermál.
Frá
grafhýsinu er ekki langt að hringleikahúsinu 'Suraj Kund' (11.öld),
sem mun vera elzta byggingarlistarverk Delí.
Uppistöðulónin, sem er líka frá 11. öld, er vinsæll útivistarstaður. |