Nýja Delí Indland,
Indian flag of India

GAMLA DELÍ . . Meira

NÝJA DELÍ
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bretar hönnuðu og reistu borg rýmis og opinna svæða suðvestan Gömlu Delí, upprunalegri miðborg Ahahjahanabad.  Stjórnsýsluhverfið er mjög fallegt, garðar með gosbrunnum og fallegum stjórnarbyggingum.

Rashtrapati Bhavan-byggingin, fyrrum bústaður varakonungsins, er nú setur indverska forsetans og stjórnarinnar.  Vestan hennar er hinn fagri *Mógúlgarður.  Beint austur af forsetahöllinni er hið hringlaga þinghús (Sansad Bhavan).

Frá forsetahöllinni liggur hin 3 km langa breiðgata, Rajpath, í austurátt að Indlandshliðinu, sem er minnismerki um fallna indverska hermenn.  Skammt sunnan þess, í Jaipur-húsinu, er Þjóðarsafn nútímalistar, þar sem nokkur fegurstu nútímalistaverka landsins eru til sýnis.  Miðleiðis milli for-setahallarinnar og Indlandshliðsins, við Janpath-götu, er Þjóðminjasafnið.

Sunnan og suðvestan Rajpath-götu eru falleg íbúðarhverfi og skrautleg hús erlendra sendiráða með görðum umhverfis.  Þar eru einnig nokkur beztu hótela borgarinnar, m.a. Akbar og Ashok, sem skírð voru eftir tveimur miklum drottnurum Indlands.  Við vesturenda Lodhi-götu er minnismerki Safdar Jang, varakonungsins frá Oudh.  Það var reist árið 1753 með gröf Humayun sem fyrirmynd og er síðasta merkið um byggingarlist mógúlanna.  Skammt norð-vestan þess, við Lodhigarðana, er minnismerki Sikander Lodhi (1489-1517).

Norðan Rajpathgötu er viðskiptahverfi Nýju-Delí.  Connaught-torg er miðja þess.  Það er hringlaga með þremur sammiðja hringjum og götum, sem geisla út frá því.  Þarna eru verzlunarhús, bankar, skrifstofur erlendra flugfélaga, hótel og veitingahús.  Syðst (Janpath) er skrifstofa ferðamálaráðs ríkisins, Government of India Tourist Information Office.

Einn sérstaklega áhugaverður staður er skammt suðvestan Connaught-torgs við Sansad Marggötu (Parliament Street).  Það er *Jantar Mantar, útistjörnuathugunarstöð, sem Jai Singh II lét byggja árið 1725.  Lakshmi-Narayanhofið u.þ.b. 2 km vestar er líka skoðunarvert.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM