Madhya Pradesh Indland,
Indian flag of India


MADHYA  PRADESH
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Gamla borgin Gwalior nyrzt í sambandsfylkinu Madhya Pradesh er kunn fyrir stórbrotið *virkið og hallirnar frá tímum Man Singh (1486-1516), eins konunga Tomarhöfðingjaættarinnar.  Höll Man Singh, *Man Mandir, var lokið í kringum árið 1500 og endurnýjuð árið 1881.  Skreytingar á inni- og úti-veggjum eru marglitar leirflísar með dýra- og jurtamyndum.  Karanhöllin, sem var byggð um svipað leyti, gefur Man Mandir ekki mikið eftir.

Fallegu jainahöggmyndirnar, sem eru hoggnar í bergið neðan við virkið, eru líka skoðunarverðar.  Þar að auki er hægt að kíkja á eina mosku og gröf mógúlsins Mohammed Ghaus (16.öld).

Frá Gwalior er hægt að fara í tímafreka og yfirgripsmikla dagsferð um borgina Jhansi til þorpsins Khajuraho, fyrrum höfuðstaðar Chandellakonunganna, þar sem eru miklar *hofrústir (10./11.öld) með meistaraverkum ástþrunginnar höggmyndarlistar.


**Hofin
í Khajuraho
standa í þremur aðalþyrpingum.  *Hin vestustu eru athyglisverðust.  Elzta hofið í Khajuraho, Chausat-Yogini, hið eina, sem byggt er úr graníti, er frá aldamótatímanum 900 og helgað gyðjunni Kali.  Upprunalega voru 65 klefar umhverfis inngarðinn en eftir standa 35.

Norðar er  Kandariya-Mahadev-hofið, stærst allra hofanna, og þar er ótrúlegur fjöldi fagurra höggmynda.  Það sést varla í hofið sjálft fyrir ríkuleg-um og fögrum hindúalistaverkum.  Fínskreytt hlið er inngangurinn í hofið.  Þrjár úthöggnar veggræmur umlykja það og sýna elskendur í faðmlögum, fljúgandi dísir, tónlistarmenn og krókódíla.

Chitragupta-(Bharatji)-hofið er aðeins norðar.  Þar er mynd af sólguðn-um Surya, sem stendur á vagni sínum með sjö hestum fyrir.  Lágmyndirnar á útveggjum sýna veiðiferðir, fljúgandi fíla, konunglegar skrúðgöngur og dansa.

Önnur falleg hof í vestustu þyrpingunni eru:  Viswanath-Handi og lakshman, bæði með stórkostlegum lágmyndum.

Risastyttan af apaguðnum Hanuman, sem stendur í nútíma hofi miðleiðis til þorpsins, var gerð árið 922 og er því elzti forngripurinn, sem hefur fundizt í Khajuraho.

Eystri hofþyrpingin er nálægt þorpinu.  Þar eru þrjú hindúahof og þrjú jainahelgidómar.  Javarihofið, helgað Vishnu, og rústir Ghantai-hofsins (jaina) eru athyglisverðastar.  Rústirnar eru prýddar súlum, skreyttum böndum, perluþráðum og klukkum.

Parsvanath-hofið er stærst jaina-hofanna.  Það er viðamikil bygging án gangsvala.  Ljós berst inn í göng hofsins um mjóa glugga.  Fagrar höggmyndir af konum við ýmsar athafnir skreyta útveggina.

Syðri hofþyrpingin er í þriggja km fjarlægð frá Khajuraho.  Þar eru tveir helgidómar.  Hinn uppmjókkandi turn Duladeo-hofsins er áberandi.  Höggmyndirnar á honum lýsa hnignun höggmyndalistarinnar.

Chaturbhuj-hofið hýsir fagra, 3m háa styttu af hinum fjórhenta guði, Vishnu.  Þar er líka áberandi stytta með ljónshöfði, sem er e.t.v. kvenmynd Narasimha (endurholgunartákn Vishnu).

Auðveldasta leiðin til að skoða hofin í Khajuraho er að fljúga þangað frá Delí, Agra eða Varanasi (daglegt áætlunarflug).

*Rústaborgin Mandu (610m.y.s.) er við aðalveginn milli Bombay og Delí, svolítið úrleiðis, suðvestan bæjanna Indore og Mhow.  Hún er á 13 km kafla í hlíðum Vindhyafjalla.  Blómaskeið hennar var á 15. öld, þegar Hoshang Shah (1408-1434) ríkti.  Tinþakinn borgarmúrinn er 36 km langur og bak við hann er fjöldi halla og moska (hin elzta frá 1405).  Aðalmoskan er athyglisvert dæmi um Pathanbyggingarlistina.  Grafhýsi Hoshang Shah er hvelfd marmarabygging, sem ber augljós merki hindúískra áhrifa á islömsku byggingarlistina.

Skammt frá stórborginni Bhopal, sem varð fyrir hörmulegu eiturefnaslysi árið 1984, er Sanchi, þar sem elztu mannvirki Indlands eru.  Þarna voru byggð búddamannvirki nokkrum árum eftir dauða hans.  Eftir að búddaleiðtoginn og drottnarinn Ashoka kom þangað í heimsókn varð staðurinn mikil-væg trúarmiðstöð.  Þarna eru 'stúpur' á hæð, 90 metrum ofar vinstri bakka árinnar Betwa.  Uppi á Sanchi-hæðinni sjálfri eru 10 'stúpur'.  Merkilegust þeirra er *Stórastúpan, sem líkist forsögulegri gröf úr sandsteini og tígul-steini.  Hún er 31 m í þvermál og 13 m há nú.  Hún var hærri í upphafi og prýdd súluverönd efst (10m í þvermál).  Kringum 'stúpurnar' er steinveggur úr stórum steinblokkum með fjórum hliðum, einu í hverja höfuðátt.  Byggingarstíll þeirra er eftirmynd af eldri tréhliðum.  Þau eru ríkulega skreytt fíngerðum, flötum lágmyndum og áletrunum, sem gefa til kynna nöfn gefendanna.  Rittáknin eru að mestu frá tímum Ashoka (3.öld f.Kr.).  Í 'stúpu' nr. 2 eru helgir dómar tveggja nemenda Búdda varðveittir.

Jabalpur (Jubbulpore; 600þ. íb.) er iðnaðarborg og veigamikil samgöngumiðstöð í miðju fylkinu Madhya Pradesh.    Þangað koma erlendir gestir einkum til að skoða Marmaragljúfrið, sem áin Narbada hefur grafið 20 km vestan borgarinnar.  Miðleiðis þangað stendur Madan Mahal, gamall klettakastali Gondkonunganna.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM