Kerala Indland,
Indian flag of India


KERALA
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Græna kókospálmafylkið Kerala nær yfir mjóa ræmu af suðvesturströnd Suður-Indlands, sem er Ghats-hæðirnar skilja náttúrulega frá miðhlutanum.  Frá upphafi hefur Kerala notið talsverðs sjálfstæðis.  Árið 1957 varð það fyrsta ríki heims til að kjósa yfir sig kommúnistastjórn í lýðræðislegum kosningum.  Íbúarnir tala malayalam.

Trivandrum, höfuðborg Kerala og borg hinnar heilögu slöngu, Ananta, er við hafið allrasyðst í fylkinu.  Padmanabhaswami-hofið (Vishnu; 18.öld) er lítið mannvirki í madurai-stíl (hið eina sinnar teg. i Kerala) og þar er sjö hæða hliðturn með höggmyndum auk ganga með 368 úthöggnum granítsúlum.  Hofið er einungis opið hindúum.  Kaudiyar-höllin, bústaður síðasta Maharadsasins frá Travancore og aðrar hallir fyrri leiðtoga í virkinu eru skoðunarverðar.

Átta km sunnan Trivandrum er hin frábæra *baðströnd Kovalam, einhver bezta baðströnd Indlands og mjög vinsæl m.a. vegna tærs og blás sjárvarins.  Þar er fjöldi sandfylltra víkna, sem eru tilvaldar til iðkunar vatna-íþrótta (brimreiða, köfunar o.fl.).

Það er gaman að kíkja á virkið Padmanabhapuram skammt suðaustan Trivandrum.  Þar var fyrrum höfuðborg Travancore-ríkisins, sem leið undir lok.

Strandvegurinn frá Trivandrum til norðvesturs liggur til Quilon (75 km).  Fyrr á öldum höfðu þar viðkomu rómversk, arabísk, portúgölsk og hollenzk skip.  Árið 1330 var bróðir Jórdanus vígður biskup til að sinna þar fyrsta biskupsdæminu í Indlandi.

Frá Quilon er hægt að fara í skemmtilega skoðunarferð norðvestur til Alleppey og lengra með mótorbát um nokkur vötn og skurði umkringda pálmum og kyrrlátum þorpum.  Nýpressaður safinn úr þessum pálmum er notaður sem léttáfengt toddý, sem Vesturlandabúum finnst svolítið beizkt og kjósa líklega fremur milda kókoshnetumjólkina.

Borgin Kottayam lengra inni í landi til norðausturs frá Alleppey er miðstöð indversku hrágrúmmíframleiðslunnar.  Þar eru margar gamlar sýrlenzk-kristnar kirkjur, sem eru miðstöð þessarar greinar kristninnar.  Sýrlenzka rétt-trúnaðarkirkjan er lík kirkju kopta (Egyptaland).

Skammt frá Kottayam, í Aranmula, er haldin árleg uppskeruhátíð (Onam) í ágúst eða september.  Þá fer fram kappróður í gúmmíbátum.  Hverj-um bát róa u.þ.b. 100 ræðarar við trumbuslátt og trúarsöngva.

Periyar-verndarsvæðið fyrir villidýr er 120 km austan Kottayam.  Veg-urinn þangað liggur um ekrur með gúmmítrjám, te-, kaffi- og piparrunnum til Periyarlónsins.  Handan þess er 775 km² skógarsvæði.  Þegar siglt er yfir lónið, sjást oft hjarðir fíla, vísunda, hjarta og sambardádýra (þrígreind horn) á bökkunum.

Cochin (500þ. íb.) á Malabar-ströndinni var fyrrum mikilvægasta kryddhöfn heimsins.  Þangað er 3 klst. akstur frá Kottayam.  Cochin er eigin-lega þríburaborg á fallegum eyjum (ein manngerð) og nesi í Arabíuhafinu og er aðskilin frá meginlandinu af lóni.  Margar gamlar kirkjur prýða borgina, þ.á.m. Santa Cruz (upphafl.frá 1557; endurbyggð í nútímastíl).  Í St. Francis kirkjunni var fyrsta gröf Vasco da Gama, sem var kom fyrstur Evrópumanna til Indlands um leiðina fyrir Góðrarvonarhöfða árið 1524 og dó hér úr hitasótt.  Jarðneskar leifar hans voru fluttar til Portúgal árið 1538 og jarðsettar í hírónímaklaustrinu í Belém við Lissabon.  Umhverfis St. Francis kirkjuna er fjöldi fallegra einbýlishúsa frá tímum Portúgala og Hollendinga.  Gyðingasam-félagið í Cochin býr við gamla siði.  *Synagógan, sem var byggð á árunum 1567-1568, hýsir koparplötu frá 7. öld.  Þessi plata er nokkurs konar gjafabréf frá drottnara svæðisins með texta varðandi gjöf lands.  *Gólf synagógunnar er þakið skrautlegum postulínsflísum með kínverskum landslagsmyndum frá Kanton.  *Mattancherry-höllina í gamla gyðingahverfinu (kryddverzlun) byggðu Portúgalar árið 1557 fyrir konung staðarins en Hollendingar breyttu henni svo mikið síðar, að hún var síðan kölluð Hollenzka höllin.  Veggjamál-verkin inni í höllinni sýna atburði frá Ramayana-tímabilinu.

Önnur höll á eyjunni Bolghatty, sem Hollendingar byggðu, varð síðar bústaður Breta en er nú gististaður ferðamanna.

Meðfram allri strönd Cochin liggja stöðugt fiskinet, sem framleidd eru í Kína.

Norðan Cochin er Ernakulam og enn norðar Cheruthuruthy, þar sem hinir hefðbundnu og fornu Kathakali-dansar voru endurvaktir.  Dansararnir, huldir skrautlegum grímum, tjá sig með táknmáli.

Í Trichur, 75 km norðan Cochin, er gamalt, skoðunarvert hof.  Þar er haldin *Puram-hátíðin í apríl/maí ár hvert.  Þetta er litrík og fjörug hátíð með flugeldum, bumbum og skrúðgöngum (gullskreyttir fílar).

Eitthundrað km norðar kemst fólk á slóð Vasco da Gama.  Hann kom fyrst til Kalikut (núna Kozhikode) árið 1498.  Þaðan kom þykkt baðmullarefni, sem var notað til bókbands og var kallað 'Kaliko' í Evrópu.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM