Jammu Kasmir Indland,
Indian flag of India


JAMMU & KASMIR
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sambandsríkið Jammu & Kasmír (oftast bara *Kasmír) er að mestu byggt múslimum.  Um Kasmír streyma stríðir fjallalækir og ár frá jöklum Himalaja.  Vatnið safnast sums staðar saman og hleypir lífi í blómum og trjám skrýdda garða, sem eru umkringdir snjókrýndum fjallatindum.  Að margra áliti er Kasmír fegursta landsvæði Indlands.

Höfuðborgin Srinagar, sem var stofnuð á 6. öld, er við stóra bugðu árinnar Jhelum og tengd níu brúm yfir hana.  Á árbökkunum sjást enn þá rústabrot hindúahofs.  Húsin i borginni eru langflest úr timbri og svalir þeirra eru listilega útskornar.

Á hæð, sem rís 300 m yfir Kasmírsléttuna, gnæfir *Sankaracharya-hofið.  Jaluka, sonur Ashoka, lét líklega reisa það nálægt 200 f.Kr. og það var síðan endurbyggt á tímabilinu 253-326.  Neðri hluti veggjanna og sökkulplatan eru frá þeim tíma.  Núverandi, skeifulaga yfirbygging er frá 8. öld.  Það borgar sig að ganga upp í hið mikla virki 'Hari Parbhat' skammt utan borgarinnar (leyfi þarf frá skrifstofu ferðamálaráðsins í borginni).

Kasmírbúar áunnu sér frægð sem arkitektar um allt Indland.  Einkenn-andi fyrir byggingarstíl þeirra eru há pýramídaþök, gaflar og háar smárasúlur.  Lalitaditya (724-760) var upphafsmaður hins fíngerða aríska byggingarstíls.  Síðar komu islömsk áhrif til sögunnar og timbur varð aðalbyggingarefnið.  Fagurt dæmi um þessa islömsku byggingarlist er moskan *Jama Masjid (Stóra moskan) í Srinagar.  Hún var upprunalega byggð á árunum 1389-1413 en eyðilagðist þrisvar í eldi.  Mógúllinn Aurangzeb lét endurreisa hana eftir upp-runalegum teikningum árið 1674.  Austan við borgina, sem margir skurðir liggja um, er 'Dal-vatnið'.  Við bakka þess liggja hinir þekktu *húsbátar og Shikaragondólar sigla um vatnið.  Hægt er að leigja báðar bátategundirnar.  Lengra utan borgar er hið rómantíska Nagin-vatn.  Þar eru húsbátarnir búnir meiri þægindum og því betur fallnir til lengri dvalar og afslöppunar.

Hinir einstæðu mógúlagarðar, Shalimar (Athvarf ástarinnar; hljóm- og ljósasýningar), Nishat (Garður gleðinnar) og  Chashma Shahi (Konungslind), sem voru gerðir á 16. og 17. öld, eru aðeins í nokkurra km fjarlægð frá Srinagar.  Mógúlarnir og eftirmenn þeirra gerðu Kasmír að eftirsóttum griðarstað þeirra, sem vildu losna við hitann og rykið á láglendinu á sumrin.

Gulmarg (Blómaengið; 2600 m.y.s.) er í 40 km fjarlægð frá Srnagar.  Þar er afbragðsgóður *golfvöllur.  Sjö km lengra er skíðasvæðið við Khilanmarg (3200 m.y.s.), þar sem nýlega var reist lúxushótel.

Útsýnið frá þorpinu Sonamarg (Gullstígur; 2670 m.y.s.), sem er í 80 km fjarlægð frá Srnagar og þar endar vegurinn.  Tjaldstæðið 'Thajiwas' er vel útbúið til síns brúks.

Pahalgam (2150 m.y.s.) er i 100 km fjarlægð frá Srnagar, við ármót tveggja jökulsáa í bláglansandi furu- og greniskógi.  Þaðan eru u.þ.b. 50 km að hinum heilaga helli Amarnath, sem er fjölsóttur pílagrímastaður.

Ladakh-sléttan var lokuð útlendingum, þar til fyrir fáum árum.  Hún er auðnarleg og um hana gnauða stundum kaldir vindar.  Leiðin þangað liggur um Zoji-La-skarðið (3259 m.y.s.).  Yfir hinni fögru höfuðborg Leh gnæfir háreist höll.  Þar fæst innsýn í tíbetska menningu og byggingarlist.  Þeir, sem hyggjast heimsækja *Mahayana-klaustrin 'Hemis', 'Gumpa', 'Spittuk', 'Lamayuru', 'Tikse' og 'Alchi' (falleg *málverk), koma fyrst til Leh.

NB.  Til Srnagar og Leh er reglubundið áætlunarflug og frá miðjum maí til miðs nóvembers eru daglegar rútuferðir (hægt að gista í Kargil).  Einnig er hægt að leigja bíla í Srnagar til þessarar ferðar.  Þótt gistimöguleikar hafi batnað í Leh á síðari árum, er ráðlegt að hafa með sér létt tjald, svefnpoka og nesti.  Ferð til Ladakh en enn sem fyrr mikið ævintýri en fólk, sem vill komast hjá mannraunum og óáreiðanlegum áætlunum og skipulagningu, ætti að láta vera að fara í ferðina.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM