Santiniketan
(Friðarathvarfið), 160 km norðan Kalkutta, stofnaði fræga bengalska
skáldið Rabindranath Tagore (1861-1941; Bókmenntaverðlaun Nóbels
1913). Hann ort ljóðin við
þjóðsöng Indlands og Bangladesh og stofnaði utanþjóðkirkjuháskólann
Visva-Bharati, sem er nú fremstur á sviði indverskra listfræða og
með sérstakri deild fyrir kínverska list.
Persónulegir
munir, handrit og málverk Tagore eru til sýnis í Uttaravan-álmunni.
Bezt er að heimsækja Santiniketan, þegar vorhátíðin Vasantotsav
stendur yfir
(oftast í marz) eða þegar Paus
Melavörusýningin er haldin um jólaleytið. Gisting
er boðin í smáhýsum West Bengal Tourism Developement Corporation og
í gestahýsum háskólans.
Eitt
fegursta hindúahof Indlands úr tígulsteini og brenndum leir er í
Bishnupur,
u.þ.b. 150 km norðvestan Kalkutta.
Beztu
baðstrendur Vestur-Bengal eru í
Digha,
vestan ósa Hugli við Bengalflóa (við landamæri nágrannafylkisins
Orissa). Rútuferð þangað
frá Kalkutta tekur u.þ.b. 6 klst. (250 km).
Darjiling
(Darjeeling) er nyrzt í Vestur-Bengal. |