Punjab Haryana Indland,
Indian flag of India


PUNJAB HARYANA
INDLAND


Gullhofið í Amritsar
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Amritsar (500þ. íb.) er nyrzt í ríkinu Punjab við landamæri Pakistan, 450 km frá Delí.  Borgin er trúarmiðstöð hindúsku bókstafstrúarmanna, sikha.  Aðalhelgidómur þeirra, **Gullna hofið, var eyðilagt, þegar indverskir hermenn gerðu áhlaup á það í júní 1984.  Það hefur verið endurbyggt.  Það stendur í ferhyrndri, heilagri tjörn frá 1577, sem kölluð er Amrita Sara', og nafn borgarinnar er dregið af.  Í henni synda stórir og gráðugir fiskar.  Gestir ættu að vera viðstaddir eina hinna daglegu guðsþjónustna.  Þá les prestur úr Granth", hinni heilögu bók sikhanna, við undirleik tónlistarmanna.  Það er líka gaman að kíkja á basar borgarinnar.  Húsin umhverfis hann eru prýdd skreyttum svölum.

Skammt vestan Amritsar er Attarilandamærastöðin, hin eina, sem opin er milli Indlands og Pakistan.

Miðleiðis milli Amritsar og Delí, við landamæri Punjabríkis og Haryana-ríkis, eru borgirnar Chandigarh og Ambala.  Chandigarh hefur eigin ríkisréttindi sem sameiginleg höfuðborg beggja framangreindra ríkja.  Sviss-neski arkitektinn Le Corbusier hannaði skipulag hennar.  Ambala er mikilvæg setuliðsborg og samgöngumiðstöð á þessu svæði.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM