Madras Indland,
Indian flag of India


MADRAS
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Madras (4,5 millj. íb.) er höfuđborg fylkisins Tamil Nadu.  Hún nćr yfir u.ţ.b. 15 km af 'Koromandel-ströndinni', austurströnd Indlands.  Bugđótt áin Cooum skiptir borginni í suđur- og norđurhluta.

Saga Madras hófst áriđ 1632, ţegar Francis Day, sem gćtti hagsmuna Austurindíafélagsins, fékk leyfi ţáverandi 'Raj' til ađ stofna borgina.  Ţá var reist virki, sem var síđar kennt viđ dýrlinginn George og ć fleiri Indverjar settust ađ umhverfis.  Á 18. öld urđu borgarbúar ađ verjast árásum Frakka og Marathana og Frökkum tókst ađ ná undirtökunum á árunum 1746-1748.  Portúgalska  San Thomévirkiđ, sem er tiltölulega skammt frá og Frakkar og Hollendingar náđu undir sig til skiptis, komst undir brezk yfirráđ eftir 1749.

St. Georgevirkiđ í norđurhluta borgarinnar í grennd viđ höfnina hefur varđveitzt allvel.  Tinţaktir múrnarnir og önnur varnarmannvirki standa óbreytt eins og ţau voru fyrir ţremur öldum.  Inni í ţví eru gömlu herbúđirnar liđsforingjaíverur og tvö athyglisverđ hús viđ Charles Street og James Street.  Í öđru ţeirra bjó Robert Clive (Lord Clive) en í hinu, Wellesley House, bjó  Wellesley ofursti, sem varđ síđar hertoginn af Wellington (1798).

Markverđust minja innan múranna er kirkja hl. Maríu (vígđ 1680), elzta anglíkanska kirkja Indlands.  Ţar eru margar minjar frá fyrstu tímum virkisins varđveittar.

Virkissafniđ á ströndinni (1948) var fyrrum verzlunarstađur kaupmanna Austurindíafélagsins.  Ţar er ađ finna kirkjubćkur allt frá 1680, ţar sem eru skráđ skírnir, hjónavígslur og jarđafarir.  Ţar eru skráđ hjónavígsla Elihu Yale, stofnanda bandaríska Yale-háskólans, og Roberts Clive.  Í safninu er einnig ađ finna gömul vopn, búninga og postulín.

Milli virkisins og hafnarinnar er bygging hćstaréttar Madras (1888-1892).  Hinn 50 m hái turn hennar er líka viti, sem er lokađur almenningi.

Stolt Madrasborgar er fallega bađströndin *Marina Beach, 200-300 m breiđ og mjög slétt og flöt.  Hún nćr sunnan frá höfninni ađ Adayar-ánni.  Í morgunskímunni, ţegar sólin kemur upp yfir Bengalflóa, koma fiskimennirnir til baka af miđunum.  Nú sem fyrr draga ţeir langa báta á land í gegnum brimiđ, ţar sem jógaiđkendur gera ćfingar sínar.  Í kvöldhúminu iđar strand-gatan af lífi.  Ţar ćgir saman íssölum og öđrum götusölum og tónlistarmönn-um, sem flytja dravídaljóđ, innan um ráfandi lýđinn.  Undan ströndinni synda hákarlar.

Viđ norđurenda bađstrandarinnar, rétt utan viđ virkiđ, er stríđsminnis-merki.  Ţađan til suđurs, yfir brú Cooum-árinnar, liggur leiđin ađ háskólanum.  Ţar ber mest á klukkuturni bókasafnsins.  Lávarđadeildarhúsiđ (Senate House) er áberandi í indó-sarasískum stíl međ fagurmáluđum turnum.  Lengra til hćgri er Chepauk-höllin í márískum stíl, ţar sem Nawabarnir frá Karnatik bjuggu.  Ţar er nú fjármálaráđuneytiđ og stjórnsýslustofnun Tamíl Nadu.  Í annarri, ekki síđur áberandi byggingu er 'Presidency College', ein elzta menntastofnun borgarinnar.

*Ţjóđlistasafniđ viđ Pantheon-götu í miđborginni hýsir mikiđ safn suđur-indverskra bronzmuna, ţ.á.m. hina frćgu styttu af 'Nataraj', dansandi Shiva.  Stóra ríkisstjórnarsafniđ hýsir frábćrt fornminjasafn.

Ţremur km sunnar, viđ ströndina, er San Thomé-hverfiđ (Mylapore), ţar sem mennta- og efnafólk býr.  San Thomékirkjan er helguđ Tómasi postula, sem er sagđur hafa heimsótt ţetta svćđi, til ađ bođa fagnađarerindiđ.  Sagt er ađ hann hafi hlotiđ bana af ör frá veiđimanni utan borgarinnar.  Gröf hans er í kirkjunni.  Í ţessu hverfi er líka hćgt ađ skođa Kapaleeswarahofiđ, sem er gott dćmi um suđur-indverska byggingarlist.

Á tindi Mount St. Thomas, 13 km suđvestan borgarinnar, er gamla kirkjan 'Our Lady of Expectation'.  Hún var byggđ ţar sem postulinn Tómas er sagđur hafa dáiđ píslarvćttisdauđa.  Kross dýrlingsins er enn ţá varđveittur í kirkjunni en hann fannst auk heilagra trémálverka, ţegar grunnur kirkjunnar var grafinn áriđ 1647.


.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM