Kalkútta
(9,5 millj. íb.), næststærsta borg asíska meginlandsins á eftir
Shanghai og hin næststærsta í Brezka samveldinu á eftir London.
Hún er á 22°33'N og 88°19'V, u.þ.b. 140 km frá Bengalflóa
og aðeins 6 m yfir sjó. Hún
teygist eftir vinstri árbakka Hooghly (Hugli), vestustu kvíslar
Ganges. Þar er setur fjölda
innlendra og erlendra fyrirtækja, sem flytja einkum út hampvörur og
te, aðalútflutningsvörur Indlands. Nærri því helmingur útflutningsins fer um höfnina í
Kalkutta.
Kalkutta
er höfuðborg Bengalfylkis og aðalaðsetur hinna félagslyndu og andríku
Bengala. Þetta er hreint ótrúleg borg!, ómannúðleg og fráhrindandi
en samt þrungin lífi og krafti.
Íbúarnir
eiga skilda aðdáun fyrir festu sína og stillingu gagnvart ómannlegum
lífsskilyrðum. Þeir hræra
samvizku og sálir þeirra, sem koma í heimsókn.
Móðir Teresa (fædd Agnes Gonxha Boyxhin árið 1910 í Skopje
í Makedóníu; Friðarverðlaun Nóbels 1979) hefur starfað það óþreytandi
í fátækrahverfunum.
Áður
en Bretar settust að árið 1696 og byggðu Williamsvirkið var þarna
fiskiþorpið 'Kalikata' (Kalighat), nefnt eftir gyðjunni Kali.
Lega þess efst við skipgenga leiðina á fljótinu gerði staðinn
að mikilvægustu viðskipta-miðstöðinni við Ganges og þróun
borgarinnar varð ör, þrátt fyrir fjandskap Nawaba frá Bengal.
Undir forystu Siraj-ud-Daula tókst Nawöbum að leggja hana
undir sig og eyðileggja virkið árið 1756.
Þessi atburður dró úr vexti og viðgangi borgarinnar um
skamma hríð, því að Lord Clive náði henni aftur undir Breta í
janúar 1757 og vann lokasigur á Nawöbum.
Núverandi Williamsvirkið var byggt samkvæmt hugmyndum Vaubans
á árunum 1773-1781. Kalkutta
var höfuðborg hins brezka Indlands á árunum 1877 til 1912. |