Goa Indland,
Indian flag of India


GOA
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Borgirnar Goa, Daman og Diu, sem liggja allfjarri hverri annarri, mynda sambandsfylki.  Þær voru fyrrum allar undir portúgölskum yfrráðum.  Daman er á austurströnd Khambhat-flóa og Diu er á suðurodda Kathiawarskaga.  Goa, 3500 km² (800þ. íb.), er stærsti og viðskiptalega mikivægasti hluti fylkisins, sem á landamæri að sambandsfylkjunum Maharashtra og Karnataka.

Árið 1510 lagði portúgalski skipstjórinn Afonso de Albuquerque gömlu borgina Goa undir sig og gerði hana að höfuðborg Portúgölsku Indía í stað Cochin.  Á 18. öld lögðu Portúgalar umhverfi Goa undir sig og héldu því þar til 1961, þegar indverskar hersveitir hernámu það.  Enn þá gætir veru Portúgala, því að 40% íbúanna eru kristin, og austræn og vestræn mennigarblanda er athyglisverð.

Panaji (Panjim) eða Nýja-Goa, 550 km sunnan Bombay (engar samgöngur á sjó á monsúntímanum), er hrífandi gömul borg með hornréttum götum, sem minnir mjög á portúgalskan uppruna sinn.

Goa Velha eða Gamla-Goa, sem var kölluð Gullna Goa, þegar hún var höfuðborg portúgalska yfirráðasvæðisins.  Blómaskeið hennar var á árunum 1575 til 1625.  Henni hefur hrakað mjög, þótt enn þá standi nokkrar fagrar byggingar, sem minna á forna frægð.  Bom Jesúskirkjan (1594-1603) með gröf heilags Franciscus Xaverius, postula Indverja (†1552), er eitt athyglisverðasta minnismerkið.  Silfurkistan með jarðneskum leifum Xaveriusar stendur í hliðarkapellu.  Kirkjan er tengd jesúítaklaustri (1590), sem var mikil-væg trúboðsmiðstöð í Asíu.  Við hliðina á höllinni andspænis er Katrínardómkirkjan, sem Albuquerque stofnaði árið 1511 og var endurnýjuð árið 1628.  Þar eru reglulega haldnar guðsþjónustur.  Vestan dómkirkjunnar er klaustur hins dýrlingsins Franciscus af Assisi.  Það var byggt upp úr mosku árið 1521 og breytt árið 1661.  Hið eina, sem stendur eftir af því er hlið úr svörtum steini (elztu minjar um portúgalska byggingarlist í Indlandi).  Kajetanskirkjan frá 1665, lítið eitt norðan Bom Jesúskirkjunnar, er best varðveitta bygging Gömlu-Goa.  Paulus-skólinn er aftur á móti horfinn.

Meðfram Goaströndum Arabíuhafs eru margar afbragðsgóðar baðstrendur.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM