Andamans Nikobars Indland,
Indian flag of India


ANDAMANS - NIKOBARS
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Þessir tveir eyjaklasar í Suður-Bengalflóa mynda fylkið Andamans og Nikobars.  Andamans telja 204 eyjar og kóralrif en Nikobarseyjar eru 19 tindar sokkins fjallgarðs, sem tengdi Arakang-fjöll í Myanma (Burma) í stórum boga við Súmötru (Indónesía).  Þær eru að mestu hæðóttar og fjall-lendar (Saddle Peak á Norður-Andaman; 738m), vogskornar og vaxnar þéttum regnskógum, sem eru undirstaða lífsafkomu íbúanna (eðalviður).  Þarna ríkir rakt hitabeltisloftslag og fellibyljir eru tíðir.

Íbúarnir, 200.000 talsins, eru frumbyggjar af þjóðflokkum Andamana og Nikobara, sem lifa hæglátu lífi og  eru á varðbergi gagnvart ókunnugum.  Auk þess búa afkomendur refsifanga frá fanganýlendunni Port Blair á eyjunum. 

Stjórn Indlands hefur leyft flóttamönnum, einkum frá Austur-Pakistan (Bangladesh) að setjast að á eyjunum hina síðustu áratugi.  Port Blair, á Suður-Andaman, er höfuðborg fylkisins.  Höfnin er falleg og náttúruleg og þar er herstöð.

Tvisvar í viku er áætlunarflug milli Kalkutta, Madras og Port Blair og fjórða hvern dag eru samgöngur á sjó milli sömu borga auk Visakhaptnam.  Í Port Blair eru nokkur hótel með loftkældum vistarverum.


Ferðaþjónusta hefur verið lítilvæg fram til þessa (1995).  Vegalengdin frá meginlandinu (1300 km frá Kalkutta, 1400 km frá Madras) og óstöðug veðurskilyrði gera samgöngur mjög óáreiðanlegar.  Ferðalangar, sem hafa tíma til að mæta þessum skilyrðum, finna ró og aflöppun í fábreyttum lífsháttum eyjaskeggja.  Gestum gefst kostur á að njóta *afbragðsbaðstranda, skemmtilegra siglinga milli eyja og að kafa í hitabeltissjónum.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM