Rúmenía
er fyrrum Austantjaldsland og lýðveldi í Suðaustur-Evrópu.
Norðan þess er Úkraína, Moldova að austan, Svartahafið að suðaustan,
Búlgaría að sunnan, Serbía að suðvestan og Ungverjaland að vestan.
Flatarmál landsins er 237.500 km² og höfuðstaðurinn og
jafnframt stærsta borgin er Búkarest.
Landið er nokkurn vegin ávalt í lögun og lengsta loftlína frá
austri til vesturs er u.þ.b. 740 km og frá norðri til suðurs u.þ.b.
475 km.
Landslagið
er fjölbreytt. Transylvaníulægðin
eða sléttan er í miðju landi. Hún
er hæðótt með breiðum dölum og ræktanlegum hlíðum.
Þetta svæði er að mestu umlukt fjöllum.
Að norðan og austan eru Karpatafjöll og að sunnan eru Transylvaníualparnir, sem ná suður að gljúfrum
Dónár, þar sem Banatfjöll taka við. Hæsti
tindur landsins, Moldoveanul (2544m), er í þessum Ölpum.
Bihorfjöll eru minni um sig og vestan sléttunnar.
Aðrir landshlutar eru að mestu láglendir, s.s. Tiszasléttan í
vesturhlutanum meðfram landamærunum að Serbíu, oftast kölluð Banat. Crisana-Maramures-sléttan liggur að Ungverjalandi.
Valachialáglendið, milli Transylvaníualpa og Búlgaríu, er
hið stærsta. Moldavialáglendið
er austan Karpatafjalla. Dobrogeasléttan liggur meðfram Svartahafinu inn í
Búlgaríu.
.
|