Braila,
fyrrum Ibraila, er höfuðstaður samnefnds héraðs við Dóná í suðaustanverðri
Rúmeníu.
Hún er lífleg hafnarborg, sem skipar út miklu korni til útflutnings.
Iðnaðurinn í borginni byggist á framleiðslu hveitis, sements,
sápu, köðlum og plötustáli.
Lacul Sarat er heilsulindasvæði í grennd borgarinnar með
einhverjum beztu ölkeldum Evrópu.
Áætlaður íbúafjöldi 1989 var 243 þúsund. |