Ploiesti er höfuðstaður
Prahova-héraðs í grennd við Búkarest í Suður-Rúmeníu. Borgin er miðstöð olíuframleiðslunnar í landinu og
annar iðnaður byggist á framleiðslu vefnaðarvörur, hatta, vélbúnaðar
til borunar, tolva, pappírs, glers, leðurvöru, húsgagna og gúmmí-
og leirvöru. Í síðari
heimsstyrjöldinni varð borgin oft fyrir sprengjuárásum bandamanna.
Fyrsta árás Bandaríkjamanna á olíuhreinsunarstöðvarnar
hinn 1. ágúst 1943 var einhver mesta loftárás í styrjöldinni og hún
minnkaði framleiðslugetu þeirra um helming.
Áætlaður íbúafjöldi 1992 var 252 þúsund. |